Nýr flokkur í Póllandi mælist sá þriðji stærsti Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 23:39 Robert Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins á árunum 2014 til 2018. Getty Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar. Pólland Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar.
Pólland Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira