Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 18:30 Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættis ríkislögreglustjóra. Málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst en lögregluembætti telja að ríkislögreglustóri hafi ofrukkað lögregluembættin vegna lögreglutækja. Mikil ólga er meðal lögreglumanna með framferði og framkomu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi sem og í viðtölum eftir fund hans með dómsmálaráðherra á mánudag.Ráðherra sagði eftir fundinn ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt og þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í morgun, eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem uppi er.Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/BaldurFormaður Landssamband lögreglumanna segir ástandið ekki hafa skánað síðustu daga. „Það er vægast sagt að brjálað innan stéttarinnar með það sem kemur fram í þessu viðtali og báðum þessum viðtölum og skýrir sig í raun sjálft miðað við það sem kemur fram í viðtalinu í Morgunblaðinu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Um sjöhundruð lögreglumenn starfa innan raða allra lögregluembætta á landinu og segir Snorri ólguna meðal þeirra hafa byggst upp á löngum tíma. Treysta lögreglumenn ríkislögreglustjóra til áframhaldandi starfa? „Innan raða lögreglumanna hafa heyrst efasemdarraddir í þá veru og þær eru sennilega orðnar háværari heldur en hitt að traustið sé farið, þannig að ég held að það sé óhætt að segja að það sé afar lítið traust eins og staðan er í dag,“ segir Snorri.Fatamál lögreglumanna eru eitt þeirra mála sem lögreglumenn sætta sig ekki við.Vísir/VilhelmVantraust hefur komið til tals Formenn allra aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna koma saman til fundar eftir helgi þar sem málefni ríkislögreglustjóra verða til umfjöllunar. Snorri segir að vantraustsyfirlýsing hafi komið til tals. „Þetta hefur komið til umræðu í stjórn Landssambands lögreglumanna, það hefur gert það já, en það hefur ekki verið full samstaða um það,“ Hefur það eitthvað breyst eftir viðtalið í Morgunblaðinu og eftir fund hans með dómsmálaráðherra? „Það kann að vera og það getur verið að það komi í ljós á þessum fundi okkar,“ segir Snorri.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Dómsmálaráðherra opinn fyrir að fækka í yfirstjórn lögreglu og vill breyta fyrirkomulagi embættanna. Engin tilkynning borist héraðssaksóknara um meinta spillingu í lögreglunni sem ríkislögreglustjóri ræddi við Morgunblaðið. 17. september 2019 06:15
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á embætti ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 17. september 2019 23:53
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02