Innlent

Lög­reglu­fé­lag Vest­fjarða fagnar út­tekt á em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, undanfarið.
Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, undanfarið. vísir/vilhelm
Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því í ályktun sem félagið sendi frá sér í kvöld að stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra.Ályktunin var samþykkt á aðalfundi félagsins. Í henni kemur einnig fram að fundurinn lýsi yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna.Sjá einnig:Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnarJafnframt er minnt á að í september 2017 hafi félagið ályktað um óviðeigandi stöðu í fata- og ökutækjamálum lögreglunnar. Sú staða sé enn óbreytt.Þá er þeirri skoðun fundarins lýst að sameining allra lögregluembætta í eitt komi ekki til með að styrkja lögregluna í landinu, samanber hugmyndir sem komið hafa fram frá embætti ríkislögreglustjóra.Sjá einnig:Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.