Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. september 2019 11:33 Haraldur Johannessen mætti á fund í dómsmálaráðuneytið við Ingólfsstræti við þriðja mann. Með honum í leigubílnum voru þeir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Jónas Ingi Pétursson fjármálastjóri. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mætti nú fyrir stundu í dómsmálaráðuneytið þar sem hann mun funda með nýjum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um stöðuna sem upp er komin innan lögreglunnar.Átök eru milli ríkislögreglustjóra og svo Arinbjarnar Snorrasonar, formanns Lögreglufélagsins, sem vill að Haraldur víki meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Arinbjörn hefur látið hafa eftir sér að félagsmenn hafi ítrekað kvartað undan störfum Haralds; að ríkislögreglustjóri stundi ógnar- og óttastjórnun.Haraldur fundar nú með dómsmálaráðherra en með honum á fundinn mættu Jón Bjartmarz og Jónas Ingi Pétursson.visir/vilhelmHaraldur mætti á fundinn við þriðja mann en með honum voru þeir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Jónas Ingi Pétursson fjármálastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Þeir komu allir saman á leigubíl. Haraldur sagði, í stuttu samtali við fréttamenn, ætla að ræða stöðuna og málefni lögreglunnar við ráðherra eins og hún horfði við sér. Hann vildi ekki svara spurningum um það hvort hann væri að íhuga stöðu sína sérstaklega og sagði spurður að það yrði að koma í ljós hvort hann myndi veita viðtöl eftir fundinn.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fundar nú með ráðherra en hann mætti í dómsmálaráðuneytið við þriðja mann.visir/vilhelmSegja má að upp úr hafi soðið um helgina í kjölfar viðtals sem Haraldur veitti Morgunblaðinu um helgina. Þar sagði Haraldur meðal annars að ef til starfsloka kæmi af hans hálfu myndi það kalla á enn ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttu á bak við tjöldin. Bætti hann við að verið væri að dreifa persónlegum sögum af honum, sem ættu sér enga stöð í raunveruleikanum. Sögurnar kæmu frá fólki sem hann hefði þurft að taka á í gegnum tíðina. „Ég held að þetta endurspegli bara það sem lögreglumenn hafa verið að segja, þetta eru hans viðbrögð við því þegar að menn hafa leitað til hans eða komið fram með athugasemdir, þá eru þetta viðbrögðin. Það að svona hátt settur maður í embættisgeiranum skuli koma fram með svona hluti, ég bara trúi því ekki að þessi maður geti mætt til vinnu á mánudaginn og brosað framan í samstarfsfólk sitt. Ég bara trúi því ekki,“ sagði Arinbjörn Snorrason við Vísi um helgina.Lögreglustjórar landsins funduðu í morgun og ræddu þá umfjöllun fréttamiðla síðustu daga um embætti ríkislögreglustjóra. Niðurstaða þess fundar var sú að tjá sig ekki frekar um málið opinberlega að svo stöddu. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mætti nú fyrir stundu í dómsmálaráðuneytið þar sem hann mun funda með nýjum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um stöðuna sem upp er komin innan lögreglunnar.Átök eru milli ríkislögreglustjóra og svo Arinbjarnar Snorrasonar, formanns Lögreglufélagsins, sem vill að Haraldur víki meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Arinbjörn hefur látið hafa eftir sér að félagsmenn hafi ítrekað kvartað undan störfum Haralds; að ríkislögreglustjóri stundi ógnar- og óttastjórnun.Haraldur fundar nú með dómsmálaráðherra en með honum á fundinn mættu Jón Bjartmarz og Jónas Ingi Pétursson.visir/vilhelmHaraldur mætti á fundinn við þriðja mann en með honum voru þeir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Jónas Ingi Pétursson fjármálastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Þeir komu allir saman á leigubíl. Haraldur sagði, í stuttu samtali við fréttamenn, ætla að ræða stöðuna og málefni lögreglunnar við ráðherra eins og hún horfði við sér. Hann vildi ekki svara spurningum um það hvort hann væri að íhuga stöðu sína sérstaklega og sagði spurður að það yrði að koma í ljós hvort hann myndi veita viðtöl eftir fundinn.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fundar nú með ráðherra en hann mætti í dómsmálaráðuneytið við þriðja mann.visir/vilhelmSegja má að upp úr hafi soðið um helgina í kjölfar viðtals sem Haraldur veitti Morgunblaðinu um helgina. Þar sagði Haraldur meðal annars að ef til starfsloka kæmi af hans hálfu myndi það kalla á enn ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttu á bak við tjöldin. Bætti hann við að verið væri að dreifa persónlegum sögum af honum, sem ættu sér enga stöð í raunveruleikanum. Sögurnar kæmu frá fólki sem hann hefði þurft að taka á í gegnum tíðina. „Ég held að þetta endurspegli bara það sem lögreglumenn hafa verið að segja, þetta eru hans viðbrögð við því þegar að menn hafa leitað til hans eða komið fram með athugasemdir, þá eru þetta viðbrögðin. Það að svona hátt settur maður í embættisgeiranum skuli koma fram með svona hluti, ég bara trúi því ekki að þessi maður geti mætt til vinnu á mánudaginn og brosað framan í samstarfsfólk sitt. Ég bara trúi því ekki,“ sagði Arinbjörn Snorrason við Vísi um helgina.Lögreglustjórar landsins funduðu í morgun og ræddu þá umfjöllun fréttamiðla síðustu daga um embætti ríkislögreglustjóra. Niðurstaða þess fundar var sú að tjá sig ekki frekar um málið opinberlega að svo stöddu.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46
Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13