Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 09:02 Vilhjálmur Árnason segir togstreituna í lögreglunni lúta að fleiri þáttum en bíla- og búningamálum. Hún hafi verið viðvarandi í töluverðan tíma. FBL/Anton brink Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan. Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan.
Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46