Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. september 2019 13:46 Haraldur sagði að lögreglumenn yrðu að hætta að karpa sína á milli í fjölmiðlum. Áslaug Arna segir ástandið óásættanlegt. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24