Krekar dæmdur í tólf ára fangelsi án þess að koma fyrir dóm Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:00 Krekar á sér langa sögu í Noregi. Vísir/EPA Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi. Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi.
Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40
Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32
Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00
Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent