Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2019 16:30 Inslee hefur lagt áherslu á græna orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vísir/Getty Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis, hefur bæst í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðalbaráttumál hans verða loftslagsbreytingar sem hann segir „mest aðkallandi áskorun okkar daga“. Tólf demókratar hafa lýst yfir framboði fram að þessu og búist er við því að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Flestir þeirra hafa lýst stuðningi við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en enginn þeirra með eins afgerandi hætti og Inslee. „Ég býð mig fram til forseta vegna þess að ég er eini frambjóðandinn sem mun gera það að forgangsmáli þjóðarinnar númer eitt að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga,“ segir Inslee í myndbandi sem hann birti í dag. Inslee er 68 ára gamall og hefur verið ríkisstjóri Washington-ríkis frá árinu 2013. Hann náði endurkjöri í haust en í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á að skapa störf við nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Sem ríkisstjóri hefur Inslee skipað sér í raðir frjálslyndustu demókrata. Í tíð hans hefur opinber heilbrigðisþjónusta verið aukin, lágmarkslaun hækkuð, dauðarefsing verið afnumin í ríkinu og fólk sem hafði hlotið dóma fyrir kannabisneyslu verið náðað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.VIDEO: This is our moment, our climate, our mission — together, we can defeat climate change. That's why I'm running for president. Join #OurClimateMoment today https://t.co/zg8ILGyk0Z pic.twitter.com/pUZVxyzfc5— Jay Inslee (@JayInslee) March 1, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Enn bætist í lista yfir þá sem gera sér vonir um að verða forsetaefni demókrataflokksins og takast á við Donald Trump í kosningunum 2020. 10. febrúar 2019 20:15
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21
Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58