Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2019 13:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hafi vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. „Aðdragandi málsins er sá að ég óskaði eftir greinagerð frá bankaráði Seðlabankans snemma á þessu ári vegna Samherjamálsins og í kjölfar þess að hún kom fram óskuðum við eftir viðbótarupplýsingum, meðal annars um þennan meinta upplýsingaleka,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Síðustu gögn í því máli hafi borist forsætisráðuneytinu í ágúst. „Eftir að hafa farið ýtarlega yfir þau gögn þá var það okkar niðurstaða að réttast væri að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta mál,“ segir Katrín. Eðli málsins samkvæmt sé forsætisráðuneytið ekki í neinni stöðu til þess að leggja sjálfstætt mat á málið eða framkvæma sjálfstæða rannsókn að sögn Katrínar. „En við töldum hins vegar rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta og vísa þannig í raun og veru málinu til rétts aðila.“Þannig að sem stendur er þetta mál ekki í neinu frekara ferli innan forsætisráðuneytisins? „Nei, í raun og veru ekki enda erum við ekki í neinni stöðu til þess að rannsaka þetta mál sérstaklega,“ segir Katrín. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 27. október 2019 20:45 Fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hafi vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. „Aðdragandi málsins er sá að ég óskaði eftir greinagerð frá bankaráði Seðlabankans snemma á þessu ári vegna Samherjamálsins og í kjölfar þess að hún kom fram óskuðum við eftir viðbótarupplýsingum, meðal annars um þennan meinta upplýsingaleka,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Síðustu gögn í því máli hafi borist forsætisráðuneytinu í ágúst. „Eftir að hafa farið ýtarlega yfir þau gögn þá var það okkar niðurstaða að réttast væri að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta mál,“ segir Katrín. Eðli málsins samkvæmt sé forsætisráðuneytið ekki í neinni stöðu til þess að leggja sjálfstætt mat á málið eða framkvæma sjálfstæða rannsókn að sögn Katrínar. „En við töldum hins vegar rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um þetta og vísa þannig í raun og veru málinu til rétts aðila.“Þannig að sem stendur er þetta mál ekki í neinu frekara ferli innan forsætisráðuneytisins? „Nei, í raun og veru ekki enda erum við ekki í neinni stöðu til þess að rannsaka þetta mál sérstaklega,“ segir Katrín.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 27. október 2019 20:45 Fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 27. október 2019 20:45
Fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02
Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30