Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 12:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lýsir RÚV sem geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira