Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2019 15:55 Fyrrverandi forstjóri Matís hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um slátrun. „Hvað finnst mér um ákæruna? Jahh, mér finnst svo sem eins og áður að stóra málið í þessu öllu sé nú að bændur annars vegar hafi tækifæri til að auka verðmætasköpun og eigi að búa við það fjálsræði sem viðgengst í öðrum atvinnurekstri til að taka ákvarðanir og þar með ábyrgð á eigin atvinnurekstri,“ segir Sveinn Margeirsson í samtali við Vísi. Hann var spurður hvað honum sýndist um ákæruna sem honum var birt frá lögreglustjóranum á Norðvesturlandi vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir. Sveinn segir ákæruna sérkennilega. „Nú hefur tilraunin snúist upp í það hvernig kerfið bregst við og mér finnst sérstakt að vera kærður sem einstaklingur þegar ég er að sinna lögmætu hlutverki míns atvinnuveitanda að kanna þessi mál. Hlutverk Matís er að auka nýsköpun og verðmætasköpun í landbúnaði. Þarna var verið að gera það.“Skilur ekki tal um trúnaðarbrest Sveinn var rekinn fyrir um ári frá Matís hvar hann var forstjóri en nýverið var gengið frá arftaka hans í starfi þar, Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðuna en hann hefur verið starfandi sem slíkur frá ársbyrjun. Brottreksturinn kom mörgum á óvart, hann var sagður tengjast þessu tiltekna máli og svo „trúnaðarbresti“. Sveinn segir nú að hann hafi aldrei vitað hvað stjórarformaður stofnunarinnar hafi verið að hugsa.Að sögn Sveins liggur fyrir rannsókn, sem Mast hefur af einhverjum ástæðum ekki birt, á gæðum heimaslátrunar miðað við sláturhúsanna. Eftir því sem Sveinn kemst næst þá eru gæðin meiri við heimaslátrun.visir/gva„En af umfjöllun dagblaða virðist það vera. En, ég skildi það aldrei sjálfur,“ segir Sveinn um hinn meinta trúnaðarbrest. Hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu, er að vinna sem fyrr við nýsköpun og tengjast þau verkefni eftir sem áður landbúnaði. Málið er tvíþætt að sögn Sveins. Neytendur eiga að hafa val og svo upplýsingar um hvaða vöru þeir eru að kaupa. „Og þá val um það að kaupa til að mynda beint frá bónda vöru sem þá er slátrað af bónda, ef viðkomandi neytandi telur það rétt.“Könnun til sem ekki hefur verið birt Sveinn segist telja sig vita að verulegt magn heimaslátrunar viðgengangist nú þegar og það þekkja allir sem vita eitthvað um landbúnað.Sveinn furðar sig á því hvernig þessi ákæra er til komin.„Upphaflega var þetta tilraun til að kanna gæði lambakjöts, að það væri sambærilegt af heimaslátrun og slátur húsi.Þær niðurstöðu sem ég sá áður en ég var rekinn bentu til þess að gæðin væru meiri í heimaslátrun. Það voru framkvæmdar mælingar sem ekki hafa verið gefnar út enn þá. Kannski réttast að Matís gefi það út og menn séu spurðir um það?“ Sveinn telur ákæruna og tildrög hennar sérkennileg þó hann kjósi að tala varlega. „En mér finnst sérstakt að heilbrigðiseftirlit Norðvesturlands afgreiðir þetta fimm dögum áður en Mast ákveður að kæra það. Heilbrigðiseftirlitið er það sem ber að hafa eftirlit með sölu. Ég ræddi við heilbrigðiseftirlitið og fór á fund heilbrigðisnefndar. Fimm dögum eftir að heilbrigðiseftirlitið á Norðvesturlandi tekur þá ákvörðun að gera ekkert í málinu er bent á í fundargerð að verkefnið hafi tekist að flestu leyti vel. Nokkrum dögum síðar ákveður annar eftirlitsaðili að kæra málið sem þó hafði ekki eftirlitsskildu í þessum málaflokki. maður veltir fyrir sér hvað býr að baki?“ Dómsmál Landbúnaður Lögreglumál Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
„Hvað finnst mér um ákæruna? Jahh, mér finnst svo sem eins og áður að stóra málið í þessu öllu sé nú að bændur annars vegar hafi tækifæri til að auka verðmætasköpun og eigi að búa við það fjálsræði sem viðgengst í öðrum atvinnurekstri til að taka ákvarðanir og þar með ábyrgð á eigin atvinnurekstri,“ segir Sveinn Margeirsson í samtali við Vísi. Hann var spurður hvað honum sýndist um ákæruna sem honum var birt frá lögreglustjóranum á Norðvesturlandi vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir. Sveinn segir ákæruna sérkennilega. „Nú hefur tilraunin snúist upp í það hvernig kerfið bregst við og mér finnst sérstakt að vera kærður sem einstaklingur þegar ég er að sinna lögmætu hlutverki míns atvinnuveitanda að kanna þessi mál. Hlutverk Matís er að auka nýsköpun og verðmætasköpun í landbúnaði. Þarna var verið að gera það.“Skilur ekki tal um trúnaðarbrest Sveinn var rekinn fyrir um ári frá Matís hvar hann var forstjóri en nýverið var gengið frá arftaka hans í starfi þar, Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðuna en hann hefur verið starfandi sem slíkur frá ársbyrjun. Brottreksturinn kom mörgum á óvart, hann var sagður tengjast þessu tiltekna máli og svo „trúnaðarbresti“. Sveinn segir nú að hann hafi aldrei vitað hvað stjórarformaður stofnunarinnar hafi verið að hugsa.Að sögn Sveins liggur fyrir rannsókn, sem Mast hefur af einhverjum ástæðum ekki birt, á gæðum heimaslátrunar miðað við sláturhúsanna. Eftir því sem Sveinn kemst næst þá eru gæðin meiri við heimaslátrun.visir/gva„En af umfjöllun dagblaða virðist það vera. En, ég skildi það aldrei sjálfur,“ segir Sveinn um hinn meinta trúnaðarbrest. Hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu, er að vinna sem fyrr við nýsköpun og tengjast þau verkefni eftir sem áður landbúnaði. Málið er tvíþætt að sögn Sveins. Neytendur eiga að hafa val og svo upplýsingar um hvaða vöru þeir eru að kaupa. „Og þá val um það að kaupa til að mynda beint frá bónda vöru sem þá er slátrað af bónda, ef viðkomandi neytandi telur það rétt.“Könnun til sem ekki hefur verið birt Sveinn segist telja sig vita að verulegt magn heimaslátrunar viðgengangist nú þegar og það þekkja allir sem vita eitthvað um landbúnað.Sveinn furðar sig á því hvernig þessi ákæra er til komin.„Upphaflega var þetta tilraun til að kanna gæði lambakjöts, að það væri sambærilegt af heimaslátrun og slátur húsi.Þær niðurstöðu sem ég sá áður en ég var rekinn bentu til þess að gæðin væru meiri í heimaslátrun. Það voru framkvæmdar mælingar sem ekki hafa verið gefnar út enn þá. Kannski réttast að Matís gefi það út og menn séu spurðir um það?“ Sveinn telur ákæruna og tildrög hennar sérkennileg þó hann kjósi að tala varlega. „En mér finnst sérstakt að heilbrigðiseftirlit Norðvesturlands afgreiðir þetta fimm dögum áður en Mast ákveður að kæra það. Heilbrigðiseftirlitið er það sem ber að hafa eftirlit með sölu. Ég ræddi við heilbrigðiseftirlitið og fór á fund heilbrigðisnefndar. Fimm dögum eftir að heilbrigðiseftirlitið á Norðvesturlandi tekur þá ákvörðun að gera ekkert í málinu er bent á í fundargerð að verkefnið hafi tekist að flestu leyti vel. Nokkrum dögum síðar ákveður annar eftirlitsaðili að kæra málið sem þó hafði ekki eftirlitsskildu í þessum málaflokki. maður veltir fyrir sér hvað býr að baki?“
Dómsmál Landbúnaður Lögreglumál Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent