Viðskipti innlent

Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.

Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. Hann virði auðvitað vald stjórnar og horfi fram á veginn.

Tilkynnt var um starfslok Sveins á vef Matís í dag og boðað til starfsmannafundar. Oddur Már Gunnarsson tekur við stöðu forstjóra tímabundið að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, formanns stjórnar Matías.

Sjöfn vildi ekki fara nánar út í það í hverju trúnaðarbresturinn fælist í samtali við Vísi fyrr í dag. Sömu sögu er að segja um Svein sem staddur var í Póllandi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann vísaði á Sjöfn hvað það varðaði.

„Ég veit það ekki. Ég tel í rauninni ekki að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða af minni hálfu sem ætti að hafa þetta í för með sér,“ segir Sveinn. Gengið var frá samkomulagi um starfslok í gær en ákvörðunin er stjórnarinnar að sögn Sveins.

Sveinn segist horfa fram á veginn og gerir ráð fyrir að aðrir geri það sömuleiðis. Verðmæti Matís felist í starfsfólki félagsins og hann sé ekkert ómissandi í þessu samhengi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.