Þurfti að upplifa jarðarför andvana dóttur tvisvar vegna mistaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 19:12 Frá Nuuk. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“. Grænland Norðurlönd Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira