„Hann vill drepa hana“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 09:43 Skjáskot úr myndbandi sem birt var á Twitter. Í því segist Mohammed al-Qunun ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái að ræða við fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum. Skjáskot/Twitter Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. Hún segist hafa flúið fjölskyldu sína og óttast að hún verði myrt verði henni gert að snúa aftur. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að Mohammed al-Qunun hafi verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum, þrátt fyrir að hún væri með vegabréfsáritun fyrir áframhaldandi ferðalag. Hér að neðan má sjá bæði mynd og myndband af Mohammad al-Qunun inni á hótelherberginu í Bangkok, þar sem hún dvelur enn.Kuwait Air officials, #Thai Immigration officials and others are outside #Rahaf's door, demanding she open it. She is refusing, saying that she wants to see UN #Refugee Agency @Refugees & demanding #Thailand let her seek asylum. Time ticking down, flight leaves in 29 minutes. pic.twitter.com/wQ266wWFwX— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Video from @rahaf84427714 just sent from her hotel room at the #Bangkok airport. She has barricaded herself in the room & says she will not leave until she is able to see #UNHCR. Why is #Thailand not letting @Refugees see her for refugee status determination? @hrw #SaveRahaf pic.twitter.com/3lb2NDRsVG— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Sáda í Bangkok var Mohammed al-Qunun meinað að fara til Ástralíu þar sem hún hafi aðeins haft flugmiða aðra leið í fórum sínum. Hún verði send aftur til Kúveit þar sem þorri fjölskyldu hennar er búsettur. Þá hafi sendiráðið verið í sambandi við föður hennar. Mohammed al-Qunun vakti sjálf athygli á máli sínu á Twitter um helgina og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli. Hún segir í samtali við BBC að faðir hennar sé henni afar reiður. Þá segist hún hvorki mega mennta sig né vinna í heimalandinu og því sækist hún eftir frelsi. „Bræður mínir og fjölskylda og sendiráð Sáda munu bíða komu minnar í Kúveit. Þau munu drepa mig. Líf mitt er í hættu. Fjölskylda mín hótar að drepa mig fyrir hina smávægilegustu hluti,“ sagði Mohammed al-Qunun í samtali við Reuters-fréttaveituna.Morðhótun frá frænda Ónafngreind vinkona Mohammed al-Qunun staðfestir ótta hennar við fjölskylduna í samtali við breska dagblaðið The Guardian. „Hún er fyrrverandi múslimi og á mjög stranga fjölskyldu, þau beita hana ofbeldi og það var brotið á henni kynferðislega. Hún fékk hótun frá frænda sínum, hann sagðist vilja sjá blóð hennar, hann vill drepa hana,“ segir vinkonan sem er sádiarabískur hælisleitandi í Ástralíu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum af máli Mohammed al-Qunun. Haft er eftir talsmanni samtakanna Human Rights Watch að stjórnvöld í Tælandi og Sádi Arabíu hafi lagt saman á ráðin um að sitja fyrir Mohammed al-Qunun við komu hennar til Tælands. Þá er mál Mohammed al-Qunun sagt sambærilegt máli hinnar sádiarabísku Dinu Ali Lasloom sem flúði fjölskyldu sína frá Kúveit til Filippseyja í apríl árið 2017. Hún var send til Sádi-Arabíu frá flugvellinum í Manila en ekki er vitað um afdrif hennar. Eins og staðan er núna hefur Mohammed al-Qunun óskað eftir lögfræðingi og beðið um að fá að hitta fulltrúa flóttamannaráðs Sameinuðu þjóðanna í Tælandi en hvorugt fengið. Þá átti að draga hana með valdi um borð í flugvél á leiðinni til Kúveit um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Snemma í morgun var þó staðfest á Twitter-reikningi hennar að hún hefði ekki farið með fluginu og væri örugg í Tælandi sem stendur.For all people who support RahafShe's in her room If there is any update, I will tweet— Rahaf Mohammed رهف محمد القنون (@rahaf84427714) January 7, 2019 Asía Ástralía Kúveit Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Taíland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. Hún segist hafa flúið fjölskyldu sína og óttast að hún verði myrt verði henni gert að snúa aftur. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að Mohammed al-Qunun hafi verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum, þrátt fyrir að hún væri með vegabréfsáritun fyrir áframhaldandi ferðalag. Hér að neðan má sjá bæði mynd og myndband af Mohammad al-Qunun inni á hótelherberginu í Bangkok, þar sem hún dvelur enn.Kuwait Air officials, #Thai Immigration officials and others are outside #Rahaf's door, demanding she open it. She is refusing, saying that she wants to see UN #Refugee Agency @Refugees & demanding #Thailand let her seek asylum. Time ticking down, flight leaves in 29 minutes. pic.twitter.com/wQ266wWFwX— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Video from @rahaf84427714 just sent from her hotel room at the #Bangkok airport. She has barricaded herself in the room & says she will not leave until she is able to see #UNHCR. Why is #Thailand not letting @Refugees see her for refugee status determination? @hrw #SaveRahaf pic.twitter.com/3lb2NDRsVG— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Sáda í Bangkok var Mohammed al-Qunun meinað að fara til Ástralíu þar sem hún hafi aðeins haft flugmiða aðra leið í fórum sínum. Hún verði send aftur til Kúveit þar sem þorri fjölskyldu hennar er búsettur. Þá hafi sendiráðið verið í sambandi við föður hennar. Mohammed al-Qunun vakti sjálf athygli á máli sínu á Twitter um helgina og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli. Hún segir í samtali við BBC að faðir hennar sé henni afar reiður. Þá segist hún hvorki mega mennta sig né vinna í heimalandinu og því sækist hún eftir frelsi. „Bræður mínir og fjölskylda og sendiráð Sáda munu bíða komu minnar í Kúveit. Þau munu drepa mig. Líf mitt er í hættu. Fjölskylda mín hótar að drepa mig fyrir hina smávægilegustu hluti,“ sagði Mohammed al-Qunun í samtali við Reuters-fréttaveituna.Morðhótun frá frænda Ónafngreind vinkona Mohammed al-Qunun staðfestir ótta hennar við fjölskylduna í samtali við breska dagblaðið The Guardian. „Hún er fyrrverandi múslimi og á mjög stranga fjölskyldu, þau beita hana ofbeldi og það var brotið á henni kynferðislega. Hún fékk hótun frá frænda sínum, hann sagðist vilja sjá blóð hennar, hann vill drepa hana,“ segir vinkonan sem er sádiarabískur hælisleitandi í Ástralíu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum af máli Mohammed al-Qunun. Haft er eftir talsmanni samtakanna Human Rights Watch að stjórnvöld í Tælandi og Sádi Arabíu hafi lagt saman á ráðin um að sitja fyrir Mohammed al-Qunun við komu hennar til Tælands. Þá er mál Mohammed al-Qunun sagt sambærilegt máli hinnar sádiarabísku Dinu Ali Lasloom sem flúði fjölskyldu sína frá Kúveit til Filippseyja í apríl árið 2017. Hún var send til Sádi-Arabíu frá flugvellinum í Manila en ekki er vitað um afdrif hennar. Eins og staðan er núna hefur Mohammed al-Qunun óskað eftir lögfræðingi og beðið um að fá að hitta fulltrúa flóttamannaráðs Sameinuðu þjóðanna í Tælandi en hvorugt fengið. Þá átti að draga hana með valdi um borð í flugvél á leiðinni til Kúveit um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Snemma í morgun var þó staðfest á Twitter-reikningi hennar að hún hefði ekki farið með fluginu og væri örugg í Tælandi sem stendur.For all people who support RahafShe's in her room If there is any update, I will tweet— Rahaf Mohammed رهف محمد القنون (@rahaf84427714) January 7, 2019
Asía Ástralía Kúveit Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Taíland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira