Mourinho: Manchester United ekki tilbúið í nútímafótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 09:00 José Mourinho fylgist með Paul Pogba á æfingu með Manchester United. Getty/John Peters/ José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira