Mourinho: Manchester United ekki tilbúið í nútímafótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 09:00 José Mourinho fylgist með Paul Pogba á æfingu með Manchester United. Getty/John Peters/ José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira