Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 21:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36