Erlent

Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Heimildir fjölmiðla ytra herma að múrinn, eða girðingar á landamærunum fái fjárveitingu, en mun lægri upphæð en Trump hafði krafist.
Heimildir fjölmiðla ytra herma að múrinn, eða girðingar á landamærunum fái fjárveitingu, en mun lægri upphæð en Trump hafði krafist. vísir/getty

Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik.
Enn sem komið er hafa efnisatriði samningsins ekki verið gefin út en megin ágreiningurinn stóð um það hvort fjármagna ætti múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hversu marga ólöglega innflytjendur stjórnvöld megi hafa í haldi á hverjum tíma en Demókratar vilja lækka þá tölu.
Óvíst er hvort forsetinn skrifi upp á samkomulagið en á blaðamannafundi í El Paso í Texas tók hann ekki afstöðu til samkomulagsins, en sagði að múrinn yrði reistur, hvernig sem færi. Þá sagði hann ekki kom til greina að sleppa glæpamönnum úr haldi.
Heimildir fjölmiðla ytra herma að múrinn, eða girðingar á landamærunum fái fjárveitingu, en mun lægri upphæð en Trump hafði krafist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.