Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 10:36 Fréttamenn í þinghúsinu þyrsti í fréttir af viðræðunum frá Richard Shelby, formanni fjárlaganefndar öldungadeildarinnar. Vísir/EPA Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30