Innlent

Skóla­vörðu­stígur verður regn­boga­gata Reykja­víkur

Sylvía Hall skrifar
Regnboginn hefur áður látið sjá sig á Skólavörðustígnum.
Regnboginn hefur áður látið sjá sig á Skólavörðustígnum. Vísir/Vilhelm
Skipulags- og samgönguráð samþykkti að hinn varanlegi regnbogi yrði á Skólavörðustíg, milli Bergstaðastrætis og Laugavegs, á fundi sínum í dag. Borgarstjórn samþykkti tillöguna um regnbogann einróma í byrjun júnímánaðar.

Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík

Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, flutti tillöguna um regnbogann á sínum tíma og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. Það væri engin tilviljun að tillagan væri lögð fram í júnímánuði en mánuðurinn hefur lengi verið tileinkaður baráttu hinsegin fólks um allan heim.

Reykvíkingar hafa verið vanir því að sjá regnboga njóta sín á götum Reykjavíkur í tilefni hinsegin daga ár hvert en nú er regnboginn kominn til að vera. Þeir Reykvíkingar sem vilja gefa lífi sínu ögn meiri lit geta því bráðlega lagt leið sína niður á Skólavörðustíg og gengið meðfram regnboganum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.