Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 19:53 Frá Hinsegin dögum árið 2018. Á myndinni sjást Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gunnlaugur Bragi Björnsson mála Skólavörðustíginn í regnbogalitum. Nú munu Reykvíkingar fá varanlegan regnboga. Vísir/Vilhelm Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“ Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Í kvöld samþykkti borgarstjórn tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um varanlegan regnboga í Reykjavík. Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar og verður umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að staðsetningu. Tillagan var samþykkt einróma og fagnar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, regnbogagötunni í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg,“ skrifar Líf og óskar borgarbúum til hamingju.Tímabært að skrifa tilveru hinsegin fólks aftur inn í söguna Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Hinsegin daga, flutti tillöguna og sagði hana vera þýðingarmikla fyrir hinsegin samfélagið á Íslandi. „Það er engin tilviljun að tillagan sé lögð fram í júnímánuði 2019 enda eru bæði þessi mánuður og árið í ár þýðingarmikið fyrir hinsegin fólk og réttindabaráttu þess,“ sagði Gunnlaugur og vísaði þar til Stonewall uppreisnarinnar þar sem gestir LBTGQ-barsins Stonewell risu upp gegn lögreglunni eftir að þeir réðust inn. Atburðurinn er sagður hafa markað kaflaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Allar götur síðan hefur 27. júní markað alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks og er mánuðurinn tileinkaður þeim.Regnbogagatan hefur verið fastur liður í dagskrá Hinsegin daga ár hvert.Vísir/Vilhelm Hann segir enn langt í land í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks um allan heim. „Lengst af var tilvera hinsegin fólk skráð út úr sögunni en nú er tímabært að skrifa hana inn aftur. Ekki vegna þess að baráttan sé unnin. Langt því frá. Á hverjum degi glímir hinsegin fólk við ýmis konar áreiti og mismunun í samfélaginu. Líkamsárásir og hatursorðræða vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna tíðkast enn. Fullu lagalegu jafnrétti hefur ekki verið náð. Og þannig mætti áfram telja.“ Þá segir hann að með því að samþykkja hinn varanlega regnboga myndi Reykjavík bætast í hóp þeirra borga sem þegar hafa farið í slíkar framkvæmdir og yrði hann til marks um það að í frjálslyndu og víðsýnu borgarsamfélagi sé pláss fyrir okkur öll. „Það væru því ekki bara litríkar, heldur einnig táknrænar og virðingarverðar, kveðjur borgarstjórnar til hinsegin samfélagsins í þessum sögulega júnímánuði, að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir.“
Borgarstjórn Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira