Tölvuleikjanotkun barna í Kína verður takmörkuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Kínverjar hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna. nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira