Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2019 23:33 John McCallum, fyrrverandi sendiherra Kanada í Kína. AP/Paul Chiasson Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32