Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:51 Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Vísir/ap Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap
Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16
Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34