Mæla með að ráðgjafa Trump verði vikið úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 17:37 Alríkisstarfsmenn eiga ekki að vera pólitískir þegar þeir koma fram í nafni embættis síns. Það hefur Kellyanne Conway þó ítrekað gert. Vísir/EPA Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26
Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45
Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23