Faðirinn í Suður-Karólínu dæmdur til dauða þrátt fyrir óskir móðurinnar Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 21:37 Timothy Jones yngri og Amber Kyzer. AP Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála. Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24