KA hefur fengið til sín spænskan miðjumann til þess að fylla skarð Daníels Hafsteinssonar.
Iosu Villar er 32 ára Spánverji sem hefur spilað allan sinn feril í spænsku C-deildinni. Hann var síðast á mála hjá Ibiza og skoraði tvö mörk í 30 leikjum.
„KA seldi á dögunum Daníel Hafsteinsson til Helsingborgs IF og ljóst að liðið þurfti að fylla hans skarð og bindum við miklar vonir við Iosu það sem eftir er af tímabilinu,“ sagði í tilkynningu KA.
KA tekur á móti ÍA í Pepsi Max deild karla á sunnudag.
KA fær spænskan miðjumann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
