Dómsmálanefnd hefur rannsókn á Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 23:27 Demókratar hafa nú yfirráðin í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbýr nú rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hindrað framgang réttvísinnar og/eða misbeitt valdi sínu. Formaður nefndarinnar segir að nefndin muni krefjast gagna frá meira en 60 einstaklingum og samtökum vegna rannsóknarinnar. Reuters greinir frá. Nefndin hefur meðl annars í hyggju að óska eftir skjölum frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Donald Trump jr., syni Trump sem og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump Organization, regnhlífarfyrirtæki viðskiptaveldis Trump. „Við ætlum að hefja rannsókn á misbeitinu valds, spillingu og hindrun framgangs réttvísinnar,“ sagði demókratinn Jerrold Nadler sem er formaður nefndarinnar. Eftir að demókratar náði völdum í fulltrúadeildinni, neðri deild Bandaríkjaþings, í síðustu kosningum var fastlega gert ráð fyrir því að þeir myndu nýta völd sín þar til þess að hefja rannsóknir á embættisfærslum Trump, sem og aðdraganda þess að hann varð forseti..@GStephanopoulos: "Do you think the president obstructed justice?" House judiciary chairman Jerry Nadler: "Yes, I do. It's very clear that the president obstructed justice" https://t.co/wfNCqwM10ypic.twitter.com/Xj02wV33Lx — This Week (@ThisWeekABC) March 3, 2019 Nadler var til viðtals á ABC-sjónvarpstöðinni fyrr í dag þar sem hann sagði að það væri augljóst að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar. Það væri hins vegar verkefni nefndarinnar nú að færa almenningi sönnunargögn um slíkt athæfi forsetans. Máli sínu til stuðnings nefndi Nadler brottrekstur James Comey, sem gegndi embætti forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Var hann yfirumsjónarmaður rannsóknar FBI á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegum tengslum framboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbýr nú rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hindrað framgang réttvísinnar og/eða misbeitt valdi sínu. Formaður nefndarinnar segir að nefndin muni krefjast gagna frá meira en 60 einstaklingum og samtökum vegna rannsóknarinnar. Reuters greinir frá. Nefndin hefur meðl annars í hyggju að óska eftir skjölum frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Donald Trump jr., syni Trump sem og Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump Organization, regnhlífarfyrirtæki viðskiptaveldis Trump. „Við ætlum að hefja rannsókn á misbeitinu valds, spillingu og hindrun framgangs réttvísinnar,“ sagði demókratinn Jerrold Nadler sem er formaður nefndarinnar. Eftir að demókratar náði völdum í fulltrúadeildinni, neðri deild Bandaríkjaþings, í síðustu kosningum var fastlega gert ráð fyrir því að þeir myndu nýta völd sín þar til þess að hefja rannsóknir á embættisfærslum Trump, sem og aðdraganda þess að hann varð forseti..@GStephanopoulos: "Do you think the president obstructed justice?" House judiciary chairman Jerry Nadler: "Yes, I do. It's very clear that the president obstructed justice" https://t.co/wfNCqwM10ypic.twitter.com/Xj02wV33Lx — This Week (@ThisWeekABC) March 3, 2019 Nadler var til viðtals á ABC-sjónvarpstöðinni fyrr í dag þar sem hann sagði að það væri augljóst að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar. Það væri hins vegar verkefni nefndarinnar nú að færa almenningi sönnunargögn um slíkt athæfi forsetans. Máli sínu til stuðnings nefndi Nadler brottrekstur James Comey, sem gegndi embætti forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Var hann yfirumsjónarmaður rannsóknar FBI á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegum tengslum framboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50