Hætti við Chelsea eða United og kaupir Nice í staðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2019 09:30 Margir Íslendingar eiga góðar minningar frá Hreiðrinu í Nice. Þar lagði Ísland England á EM 2016. Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe hefur nú keypt lið borgarinnar. vísir/Samsett/Getty Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur. Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur.
Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30