Hætti við Chelsea eða United og kaupir Nice í staðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2019 09:30 Margir Íslendingar eiga góðar minningar frá Hreiðrinu í Nice. Þar lagði Ísland England á EM 2016. Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe hefur nú keypt lið borgarinnar. vísir/Samsett/Getty Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur. Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur.
Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30