Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 10:31 Ceferin segir að hann og Guðni séu vinir og mælir sterklega með því að hann verði áfram formaður KSÍ. vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. Vísir fékk tækifæri til þess að ræða við Ceferin í morgun og það spjall gekk aðallega út á formannskjör KSÍ sem fer fram þann 9. febrúar næstkomandi. Ceferin segist ekki mega mæla með Guðna sem formanni en það leynir sér ekki að hann er hrifinn af honum.Aldrei betri samskipti á milli UEFA og KSÍ „Ég get ekki formlega stutt við bakið á neinum frambjóðanda því það er undir aðildarfélögum KSÍ að kjósa sér formann,“ segir Ceferin en hann gefur Guðna engu að síður sín bestu meðmæli. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann.“Ceferin afhendir hér David Beckham verðlaun.vísir/gettyÞessi ummæli leiða eðlilega til þeirrar spurningar hvort samskiptin við UEFA hafi verið slæm á meðan Geir Þorsteinsson var formaður KSÍ. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni. Öllum í Evrópu líkar vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Guðni er frábær formaður fyrir Ísland,“ segir Ceferin og bætir við að öll kynni af Guðna hafi verið góð og þeir séu vinir. Aftur á móti þekki hann Geir lítið sem ekkert.Ekkert persónulegt gagnvart Geir Hinn slóvenski Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016. Hann vann forsetakjörið með miklum yfirburðum, 42-13. Það kom fram á þeim tíma að Geir var einn þeirra þrettán sem kaus mótframbjóðandann þó svo kosningin væri leynileg. Er Ceferin að svara fyrir sig með því að mæra Guðna í aðdraganda formannskjörs KSÍ? „Enginn veit hver kaus hvern því kosningin var leynileg. Það voru þrettán lönd sem kusu mig ekki og þau lönd eru flest enn með sama formann og ég vinn vel með þeim. Mótframbjóðandi minn árið 2016, Michael van Praag, er góður samstarfsmaður minn í dag,“ segir Ceferin. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Það hefur ekkert með Geir að gera.“ Nánar verður rætt við Ceferin í kvöldfréttum Stöðvar 2. KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Bréf Guðna til aðildarfélaganna: Legg áherslu á góð og fagleg vinnubrögð Það styttist í ársþing KSÍ þar sem meðal annars verður kosið um formann. Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður sambandsins, býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni. 23. janúar 2019 12:00 Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. 7. janúar 2019 13:15 Geir og Guðni eru þeir einu sem bjóða sig fram til formanns KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það á heimasíðu sinni hverjir munu bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á 73. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram 9. febrúar næstkomandi. 28. janúar 2019 16:29 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Tók ekki langan tíma að hugsa þetta Það var staðfest í gær að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen myndu taka við U21 árs liði Íslands í karlaflokki af Eyjólfi Sverrissyni 5. janúar 2019 10:00 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. Vísir fékk tækifæri til þess að ræða við Ceferin í morgun og það spjall gekk aðallega út á formannskjör KSÍ sem fer fram þann 9. febrúar næstkomandi. Ceferin segist ekki mega mæla með Guðna sem formanni en það leynir sér ekki að hann er hrifinn af honum.Aldrei betri samskipti á milli UEFA og KSÍ „Ég get ekki formlega stutt við bakið á neinum frambjóðanda því það er undir aðildarfélögum KSÍ að kjósa sér formann,“ segir Ceferin en hann gefur Guðna engu að síður sín bestu meðmæli. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann.“Ceferin afhendir hér David Beckham verðlaun.vísir/gettyÞessi ummæli leiða eðlilega til þeirrar spurningar hvort samskiptin við UEFA hafi verið slæm á meðan Geir Þorsteinsson var formaður KSÍ. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni. Öllum í Evrópu líkar vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Guðni er frábær formaður fyrir Ísland,“ segir Ceferin og bætir við að öll kynni af Guðna hafi verið góð og þeir séu vinir. Aftur á móti þekki hann Geir lítið sem ekkert.Ekkert persónulegt gagnvart Geir Hinn slóvenski Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016. Hann vann forsetakjörið með miklum yfirburðum, 42-13. Það kom fram á þeim tíma að Geir var einn þeirra þrettán sem kaus mótframbjóðandann þó svo kosningin væri leynileg. Er Ceferin að svara fyrir sig með því að mæra Guðna í aðdraganda formannskjörs KSÍ? „Enginn veit hver kaus hvern því kosningin var leynileg. Það voru þrettán lönd sem kusu mig ekki og þau lönd eru flest enn með sama formann og ég vinn vel með þeim. Mótframbjóðandi minn árið 2016, Michael van Praag, er góður samstarfsmaður minn í dag,“ segir Ceferin. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Það hefur ekkert með Geir að gera.“ Nánar verður rætt við Ceferin í kvöldfréttum Stöðvar 2.
KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Bréf Guðna til aðildarfélaganna: Legg áherslu á góð og fagleg vinnubrögð Það styttist í ársþing KSÍ þar sem meðal annars verður kosið um formann. Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður sambandsins, býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni. 23. janúar 2019 12:00 Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. 7. janúar 2019 13:15 Geir og Guðni eru þeir einu sem bjóða sig fram til formanns KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það á heimasíðu sinni hverjir munu bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á 73. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram 9. febrúar næstkomandi. 28. janúar 2019 16:29 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Tók ekki langan tíma að hugsa þetta Það var staðfest í gær að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen myndu taka við U21 árs liði Íslands í karlaflokki af Eyjólfi Sverrissyni 5. janúar 2019 10:00 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00
Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58
Bréf Guðna til aðildarfélaganna: Legg áherslu á góð og fagleg vinnubrögð Það styttist í ársþing KSÍ þar sem meðal annars verður kosið um formann. Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður sambandsins, býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni. 23. janúar 2019 12:00
Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. 7. janúar 2019 13:15
Geir og Guðni eru þeir einu sem bjóða sig fram til formanns KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það á heimasíðu sinni hverjir munu bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á 73. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram 9. febrúar næstkomandi. 28. janúar 2019 16:29
Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16
Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45
Tók ekki langan tíma að hugsa þetta Það var staðfest í gær að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen myndu taka við U21 árs liði Íslands í karlaflokki af Eyjólfi Sverrissyni 5. janúar 2019 10:00
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn