Fótbolti

Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði.

„Þetta kom mér á óvart að mörgu leyti. Ég hafði reynt að styðja við hann erlendis í verkefnum sínum fyrir UEFA og FIFA,“ segir Guðni í ítarlegu viðtali hjá fótbolti.net en hann sagði líka að hann hefði hvatt Geir til þess að hætta við að bjóða sig fram.

„Hann hefur fengið að halda tölvupóstinum sínum hjá KSÍ og ég tali okkur vera saman í baráttunni fyrir íslenska fótboltann. Ég er vonsvikinn með þessa ákvörðun Geirs en tekst á við hana.“

Guðni segist vera ánægður með vinnu sína hjá KSÍ. Allt sé í góðum málum þar og því engin ástæða fyrir Geir að bjóða sig fram.

„Ég tel ekkert kalla á að Geir bjóði sig fram. Hann sinn tíma. 25 ár. Ef eitthvað er að núna má alveg snúa þessu við og segja að hann hafi fengið 25 ár til að koma sínu fram. Ég tel okkur hafa unnið vel og íslensk knattspyrna er á góðum stað.“

Guðni segir í viðtalinu við Hafliða Breiðfjörð að hann kannist við þá togstreitu sem Geir talaði um í hreyfingunni. Hann sagði það nú samt ekki vera stórt mál né alvarlegt. Eðlilega væru menn ósammála um ýmsa hluti.

Það er farið um víðan völl í viðtalinu sem hlusta má á hér.


Tengdar fréttir

Mikil togstreita hefur myndast 

Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.