Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstól Alsírs þar sem skila átti inn framboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag. Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag.
Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira