Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 12:00 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15