Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 22:15 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“ Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira