Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 22:15 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“ Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, FB, voru fyrir slysni sendar á nýnema við skólann og forráðamenn þeirra í gær. Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar. Skólameistari harmar atvikið. Unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. Fyrst var greint frá málinu á vef DV í kvöld. Þar kemur fram að umsjónarkennari við skólann hafi sent tölvupóst á forráðamenn og nýnema en hengt rangt viðhengi við póstinn. Viðhengið sem sent var út innihélt upplýsingar um viðtöl sem tekin höfðu verið við nemendur á fyrri önn. Elvar Jónsson starfandi skólameistari FB staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Í viðhenginu hafi ekki verið að finna full nöfn eða kennitölur nemenda en vissulega hafi þar verið upplýsingar sem rekja megi til einstakra nemenda. Elvar segist jafnframt ekki viss um hvort upplýsingarnar flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, samkvæmt stöðlum Persónuverndar, en ákveðið hafi verið að tilkynna öryggisbrestinn strax til stofnunarinnar, með aðstoð fagaðila.Strax beðin um að eyða gögnunum Þá hafi einnig strax verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu, svo og þá sem fengu upplýsingarnar sendar. Viðtakendurnir voru beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust og gerir Elvar ráð fyrir að allir hafi orðið við því. „Það var gert strax í gær að þeir sem fengu þessar upplýsingar, eftir nokkrar mínútur voru þeir strax beðnir um að eyða þessum gögnum. Við höfðum samband við þetta fólk símleiðis og ég sem skólameistari sendi formlegan tölvupóst á þetta fólk líka, sem gögnin varðaði um,“ segir Elvar. „Að sjálfsögðu báðumst við innilegrar afsökunar á þessu og munum taka þetta mjög alvarlega og taka þetta til skoðunar. Við erum reyndar í mjög faglegri vinnu við að innleiða ný persónuverndarlög og tökum það mjög alvarlega. Þetta fer að sjálfsögðu inn í hana. Svo munum við reyna að bæta úr þessu. Skaðinn er auðvitað skeður en við munum eftir öllum ráðum tryggja það að svona hlutir gerist ekki aftur.“ Elvar segir að fólk hafi almennt verið ánægt með viðbrögð skólans í málinu. Skólinn bíður nú eftir viðbrögðum frá Persónuvernd. „Mín upplifun er sú að fólk hafi tekið þessu mjög vel og hafði skilning á þessu. Það var líka mjög ánægt, og það kom skýrt fram í þessum viðtölum í dag, með hvernig við persónulega brugðumst við og höfðum samband. Þau fundu okkar auðmýkt og nálægð með það.“
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira