Mótherjar urðu samherjar á Rey Cup þrátt fyrir 450 kílómetra á milli liða Benedikt Bóas skrifar 29. júlí 2019 17:00 Lið KF/Njarðvíkur samankomið fyrir leik á Rey Cup. Stelpurnar þekktust ekkert fyrir mótið, tóku enga æfingu fyrir það en unnu tvo leiki og skemmtu sér konunglega. Þær ætla sér að mæta að ári. „Þær höfðu eðlilega aldrei spilað saman og aldrei spilað 11 manna bolta. Við vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að fara en þetta gekk vonum framar og stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel,“ segir Björk Óladóttir, leikskólakennari á Ólafsfirði, en hún á dóttur sem spilaði með liði KF/Njarðvíkur á Rey Cup mótinu sem lauk í gær. KF stendur fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaganum. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Njarðvík er á Reykjanesi og eru 442 kílómetrar á milli samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Algengara er að lið sameinist þar sem styttra er á milli enda segir Björk að liðið hafi vakið verðskuldaða athygli. „Þetta var skemmtilegt samstarf og margir á mótinu voru að koma til okkar og spá hvernig þetta kæmi til enda erum við nánast á sitthvorum endanum á landinu. Þegar við vorum að kveðjast þá fórum við að spá í hvort við ættum ekki að taka eins og eina æfingu fyrir næsta ár, einhvers staðar mitt á milli – kannski á Blönduósi,“ segir hún og hlær. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta. Stelpurnar úr Fjallabyggð höfðu verið að nefna að þær langaði að fara á Rey Cup en ættu ekki í lið því þær næðu ekki í lið á stóran völl. Björk og önnur mamma úr liðinu fóru því í að kanna stemninguna hjá öðrum fámennum liðum. „Okkur leist svo helvíti vel á foreldrana í Njarðvík,“ segir hún og hlær. „Við sáum að þetta var flottur hópur og við fórum, tvær mömmur, og spjölluðum við Njarðvíkurforeldrana og spurðum hvort það væri áhugi á að vera með okkur á Rey Cup. Það var ákveðið að ræða þetta við þjálfarana og það voru bara allir til þannig að það var ákveðið að slá saman og vera með lið. Okkar stelpur langaði að vera með og það var ákveðið að bjarga því.“ Hún segir að með hjálp samfélagsmiðla hafi stelpurnar náð að kynnast aðeins í aðdraganda mótsins enda var engin önnur leið til að kynnast. Liðin æfðu sitt hvorum megin á landinu og mættu svo til Reykjavíkur þar sem hópurinn gisti saman í skólastofu líkt og önnur lið. „Við smullum vel saman, bæði foreldrar og stelpurnar. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri en ekkert mikið meira en það.“ Hún segir að stúlkurnar hafi verið mjög sáttar og glaðar að hafa farið á mótið en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þremur leikjum. „Þeim fannst þetta stórkostleg upplifun og mjög skemmtilegt mót að spila á. Þær tala um að vera saman aftur á næsta ári. Samstarfinu er ekki lokið – ég er viss um það. Það eru allar nema ein á yngra árinu í fjórða flokki þannig að það lítur út fyrir að við komum saman aftur,“ segir hún en stúlkurnar spiluðu í bláu KF-búningunum en voru með Njarðvíkurbuff annaðhvort á hendinni eða hausnum til að fá hinn afgerandi græna lit Njarðvíkur. „Daníel, þjálfari Njarðvíkur, var með stelpurnar og á allt hrós skilið. Hann var algjörlega frábær. Við erum að fara hittast aftur í ágúst þegar það verður sjö manna mót haldið fyrir norðan og þá verða þær mótherjar á Ólafsfirði. Það verður trúlega mjög erfitt og skrýtið en fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Björk kát en þreytt eftir frumraun sína á Rey Cup. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Þær höfðu eðlilega aldrei spilað saman og aldrei spilað 11 manna bolta. Við vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að fara en þetta gekk vonum framar og stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel,“ segir Björk Óladóttir, leikskólakennari á Ólafsfirði, en hún á dóttur sem spilaði með liði KF/Njarðvíkur á Rey Cup mótinu sem lauk í gær. KF stendur fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaganum. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Njarðvík er á Reykjanesi og eru 442 kílómetrar á milli samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Algengara er að lið sameinist þar sem styttra er á milli enda segir Björk að liðið hafi vakið verðskuldaða athygli. „Þetta var skemmtilegt samstarf og margir á mótinu voru að koma til okkar og spá hvernig þetta kæmi til enda erum við nánast á sitthvorum endanum á landinu. Þegar við vorum að kveðjast þá fórum við að spá í hvort við ættum ekki að taka eins og eina æfingu fyrir næsta ár, einhvers staðar mitt á milli – kannski á Blönduósi,“ segir hún og hlær. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta. Stelpurnar úr Fjallabyggð höfðu verið að nefna að þær langaði að fara á Rey Cup en ættu ekki í lið því þær næðu ekki í lið á stóran völl. Björk og önnur mamma úr liðinu fóru því í að kanna stemninguna hjá öðrum fámennum liðum. „Okkur leist svo helvíti vel á foreldrana í Njarðvík,“ segir hún og hlær. „Við sáum að þetta var flottur hópur og við fórum, tvær mömmur, og spjölluðum við Njarðvíkurforeldrana og spurðum hvort það væri áhugi á að vera með okkur á Rey Cup. Það var ákveðið að ræða þetta við þjálfarana og það voru bara allir til þannig að það var ákveðið að slá saman og vera með lið. Okkar stelpur langaði að vera með og það var ákveðið að bjarga því.“ Hún segir að með hjálp samfélagsmiðla hafi stelpurnar náð að kynnast aðeins í aðdraganda mótsins enda var engin önnur leið til að kynnast. Liðin æfðu sitt hvorum megin á landinu og mættu svo til Reykjavíkur þar sem hópurinn gisti saman í skólastofu líkt og önnur lið. „Við smullum vel saman, bæði foreldrar og stelpurnar. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri en ekkert mikið meira en það.“ Hún segir að stúlkurnar hafi verið mjög sáttar og glaðar að hafa farið á mótið en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þremur leikjum. „Þeim fannst þetta stórkostleg upplifun og mjög skemmtilegt mót að spila á. Þær tala um að vera saman aftur á næsta ári. Samstarfinu er ekki lokið – ég er viss um það. Það eru allar nema ein á yngra árinu í fjórða flokki þannig að það lítur út fyrir að við komum saman aftur,“ segir hún en stúlkurnar spiluðu í bláu KF-búningunum en voru með Njarðvíkurbuff annaðhvort á hendinni eða hausnum til að fá hinn afgerandi græna lit Njarðvíkur. „Daníel, þjálfari Njarðvíkur, var með stelpurnar og á allt hrós skilið. Hann var algjörlega frábær. Við erum að fara hittast aftur í ágúst þegar það verður sjö manna mót haldið fyrir norðan og þá verða þær mótherjar á Ólafsfirði. Það verður trúlega mjög erfitt og skrýtið en fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Björk kát en þreytt eftir frumraun sína á Rey Cup.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira