Roberto Firmino kom inn í stað Divock Origi eftir 37 mínútur gegn Newcastle og lék stórkostlega út leikinn.
Hann lagði meðal annars upp þriðja mark Liverpool-liðsins sem glæsilegri hælsendingu og gamli United-maðurinn var heillaður.
„Firmino er líkur Cantona þar sem hann æðir inn í lítil svæði og gerir vel þar sem er erfitt fyrir varnarmennina að komast að honum,“ sagði Bruce.
Steve Bruce compares Roberto Firmino to Eric Cantona after Brazilian's display against Newcastle | @MaddockMirrorhttps://t.co/bdkHAqwvEBpic.twitter.com/9o7DfBcpeL
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 15, 2019
„Ég hef ekki séð hann jafn reglulega og Eric en það sem þú sást hérna í dag (innsk. blm. laugardaginn) og hvað hann hefur gefur liðinu. Þetta er fullkominn blanda og það var það sem Eric gaf okkur.“
„Í gamla daga höfðum við Giggs og Kanchelskis sem ógnuðu með hraða sínum og breidd og svo hefuru Cantona sem féll niður í holuna og það komst enginn nærri honum. Það er það sama og þú sérð með Firmino.“
Liverpool vann leikinn 3-1 eftir að Newcastle komst yfir með marki frá Jetro Willems.