Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 21:52 Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er sagður hafa hótað að reka starfsmenn NOAA vegna andstöðu við Donald Trump. getty/Steven Ferdman Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“ Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent