Páfi skipar nýjan „camerlengo“ Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2019 09:00 Kardinálinn Kevin Farrell og Frans páfi á góðri stund. Getty Frans páfi hefur skipað hinn írsk-bandaríska kardinála Kevin Farrell sem nýjan „camerlengo“. Camerlengo er ætlað er að stýra Páfagarði frá dauða eða afsögn páfa og þar til nýr páfi er kjörinn. Hinn 71 árs gamli Farrell, sem fæddist á Írlandi og er háttsettasti Bandaríkjamaðurinn í Páfagarði, tekur við embættinu af Frakkanum Jean-Louis Tauran sem lést í júlí. Camerlengo heldur utan um rekstur Páfagarðs á því tímabili sem kallast „sede vacante“ – autt sæti. Reglur og hefðir Páfagarðs kveða á um að camerlengo geti ekki gert neinar stórtækar breytingar á Páfagarði og geti ekki breytt kennisetningum kaþólsku kirkjunnar. Láti páfi lífið er carmerlengo sá sem opinberlega úrskurðar hann látinn, vanalega með því að slá létt á höfuð páfa í þrígang með silfruðum hamri og með því að segja nafn páfans. Að því loknu innsiglar hann híbýli og skrifstofu páfans. Frans páfi er 81 árs gamall og tók við embætti eftir afsögn Benedikts 16. árið 2013. Bandaríkin Írland Páfagarður Trúmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Frans páfi hefur skipað hinn írsk-bandaríska kardinála Kevin Farrell sem nýjan „camerlengo“. Camerlengo er ætlað er að stýra Páfagarði frá dauða eða afsögn páfa og þar til nýr páfi er kjörinn. Hinn 71 árs gamli Farrell, sem fæddist á Írlandi og er háttsettasti Bandaríkjamaðurinn í Páfagarði, tekur við embættinu af Frakkanum Jean-Louis Tauran sem lést í júlí. Camerlengo heldur utan um rekstur Páfagarðs á því tímabili sem kallast „sede vacante“ – autt sæti. Reglur og hefðir Páfagarðs kveða á um að camerlengo geti ekki gert neinar stórtækar breytingar á Páfagarði og geti ekki breytt kennisetningum kaþólsku kirkjunnar. Láti páfi lífið er carmerlengo sá sem opinberlega úrskurðar hann látinn, vanalega með því að slá létt á höfuð páfa í þrígang með silfruðum hamri og með því að segja nafn páfans. Að því loknu innsiglar hann híbýli og skrifstofu páfans. Frans páfi er 81 árs gamall og tók við embætti eftir afsögn Benedikts 16. árið 2013.
Bandaríkin Írland Páfagarður Trúmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira