Íslenski boltinn

Myndaveisla frá bikarsigri Víkinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, smellir kossi á Mjólkurbikarinn.
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, smellir kossi á Mjólkurbikarinn. vísir/vilhelm
Eftir 48 ára bið varð Víkingur bikarmeistari í kvöld eftir sigur á FH, 1-0.

Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu.

Skömmu síðar fékk Pétur Viðarsson, miðvörður FH, rauða spjaldið fyrir að stíga á Guðmund Andra Tryggvason.

Fögnuður Víkinga í leikslok var ósvikinn enda langþráður titill kominn í hús.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli og tók meðfylgjandi myndir.

Óttar Magnús skorar sigurmarkið úr vítaspyrnu.vísir/vilhelm
Víkingar fagna markinu.vísir/vilhelm
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hafði sterkar skoðanir á rauða spjaldinu sem Pétur fékk.vísir/vilhelm
Logi Tómasson fagnaði vel og innilega.vísir/vilhelm
Sölvi Geir lyftir Mjólkurbikarnum.vísir/vilhelm
Bikarmeistararnir leika sér með mjólk.vísir/vilhelm
Nikolaj Hansen, Júlíus Magnússon og Logi með bikarinn.vísir/vilhelm
Stuðningsmenn Víkings fagna.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×