Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Ástandið í Austur-Kongó er grafalvarlegt og illa gengur að berjast gegn þessum erfiða faraldri. Vísir/AP Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“ Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“
Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira