Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2019 13:00 Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð. Þriggja metra breið miðeyja verður á milli akbrauta með vegriði beggja vegna. Teikning/Vegagerðin. Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45
Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent