Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:30 Vegarkaflinn er 3,2 kílómetrar og liggur um Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Stöð 2. Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15
Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15
Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51