Innlent

Ráðherra vill hraða borgarlínu

Sveinn Arnarsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

„Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra, á þingi í gær í sérstakri umræðu um almenningssamgöngur og borgarlínu.

Taldi hann mikilvægt að farið yrði hratt í uppbygginguna og að ríkið stæði við sinn hluta samkomulags um að ýta verkefninu úr vör.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, var upphafsmaður umræðunnar. Sagði hann öll rök með því að hraða uppbyggingu borgarlínu. Ráðherrann var sammála því.

Sagði  hann að auknar kröfur um almenningssamgöngur væru meðal annars vegna þéttingar byggðar sem og breyttra ferðavenja fólks vegna umhverfissjónarmiða.


Tengdar fréttir

Mikil tímamót fyrir Borgarlínu

Viðræðuhópur leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Borgarstjóri segir áfangann mikinn. Segir mikilvægt að samstaða ríki á milli ríkis og sveitarfélaganna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.