Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 11:08 Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago. Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10