Þráir að komast heim á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2019 09:45 Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalns fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Einkasafn Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva.
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15
Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59
Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59