14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa 1. júlí 2010 10:15 Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag til afa síns sem lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira