Klopp: Ekki hægt að keppa við City og PSG á markaðnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Klopp hugsar vel um sinn besta mann vísir/getty Evrópumeistarar Liverpool hafa verið afar rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar og eru margir stuðningsmenn félagsins orðnir óþreyjufullir eftir einhverjum fréttum af leikmannamálum. Liverpool hefur fest kaup á hollenska ungstirninu Sepp Van den Berg (17 ára) frá PEC Zwolle og þá bendir allt til þess enska ungstirnið Harvey Elliott (16 ára) muni ganga til liðs við Liverpool frá Fulham á allra næstu dögum. Ef marka má orð Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, gæti farið svo að félagið kaupi engan þekktan leikmann í sumar en Liverpool varði miklum fjármunum í leikmannakaup á síðasta ári þar sem Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri voru keyptir í sumarglugganum auk þess sem Virgil van Dijk kom frá Southampton í upphafi árs. „Við erum nokkuð rólegir yfir þessu en munum sjá hvort eitthvað kemur upp. Þetta mun ekki verða stærsti félagaskiptagluggi Liverpool. Við höfum fjárfest vel í leikmannahópnum á síðustu tveimur árum og við getum ekki eytt háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Klopp. Liverpool var eina liðið sem veitti Manchester City einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en Klopp segir ekkert enskt lið geta keppt við City og PSG á leikmannamarkaðnum. Aðeins spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona geti það. „Fólk kallar eftir því að félög kaupi fyrir 200-300 milljónir punda á hverju ári. Það eru kannski tvö félög sem geta það. Man City og PSG geta gert það á hverju ári og eins og staðan er núna virðast Barcelona og Real Madrid líka geta það,“ segir Klopp sem sér enga ástæðu til að örvænta þrátt fyrir rólegheitin á markaðnum. „Við erum góðir. Ég er ánægður með hópinn og allir innan félagsins eru mjög ánægðir. Við skulum sjá til hvort við styrkjum mögulega eina leikstöðu ef við finnum einhvern í hana. En það er engin pressa á okkur að gera það. Þetta snýst ekki alltaf um að kaupa nýja leikmenn,“ segir Klopp. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa verið afar rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar og eru margir stuðningsmenn félagsins orðnir óþreyjufullir eftir einhverjum fréttum af leikmannamálum. Liverpool hefur fest kaup á hollenska ungstirninu Sepp Van den Berg (17 ára) frá PEC Zwolle og þá bendir allt til þess enska ungstirnið Harvey Elliott (16 ára) muni ganga til liðs við Liverpool frá Fulham á allra næstu dögum. Ef marka má orð Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, gæti farið svo að félagið kaupi engan þekktan leikmann í sumar en Liverpool varði miklum fjármunum í leikmannakaup á síðasta ári þar sem Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri voru keyptir í sumarglugganum auk þess sem Virgil van Dijk kom frá Southampton í upphafi árs. „Við erum nokkuð rólegir yfir þessu en munum sjá hvort eitthvað kemur upp. Þetta mun ekki verða stærsti félagaskiptagluggi Liverpool. Við höfum fjárfest vel í leikmannahópnum á síðustu tveimur árum og við getum ekki eytt háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Klopp. Liverpool var eina liðið sem veitti Manchester City einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en Klopp segir ekkert enskt lið geta keppt við City og PSG á leikmannamarkaðnum. Aðeins spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona geti það. „Fólk kallar eftir því að félög kaupi fyrir 200-300 milljónir punda á hverju ári. Það eru kannski tvö félög sem geta það. Man City og PSG geta gert það á hverju ári og eins og staðan er núna virðast Barcelona og Real Madrid líka geta það,“ segir Klopp sem sér enga ástæðu til að örvænta þrátt fyrir rólegheitin á markaðnum. „Við erum góðir. Ég er ánægður með hópinn og allir innan félagsins eru mjög ánægðir. Við skulum sjá til hvort við styrkjum mögulega eina leikstöðu ef við finnum einhvern í hana. En það er engin pressa á okkur að gera það. Þetta snýst ekki alltaf um að kaupa nýja leikmenn,“ segir Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti