Trump hvetur fólk til bólusetninga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var öllu vísindalegri í málflutningi sínum um bólusetningar í gær en hann hefur áður verið. Vísir/EPA Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00