Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Andri Eysteinsson skrifar 27. desember 2019 23:46 Kóalabirnir eiga um sárt að binda vegna eldana. Getty/Brook Mitchell Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira